Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   fim 14. nóvember 2024 21:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þjóðadeildin: Curtis Jones innsiglaði sigurinn í sínum fyrsta leik - Kelleher hetja Íra
Mynd: EPA
England lagði Grikkland í næst síðustu umferð Þjóðadeildarinnar í kvöld.

Ollie Watkins var í byrjunarliði Englands á kostnað Harry Kane en hann var ekki lengi að nýta tækifærið því hann skoraði snemma leiks eftir undirbúning Noni Madueke.

Grikkir fengu tækifæri til að jafna metin eftir klukkutíma leik en Jordan Pickford var vel á verði.

Odysseas Vlachodimos varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar boltinn fór af honum í netið eftir skot frá Jude Bellingham og stuttu síðar innsiglaði Curtis Jones sigur Englendinga en hann var að spila sinn fyrsta A-landsleik.

England og Grikkland eru jöfn að stigum á toppi riðilsins en England getur tryggt sér sæti í A deild Þjóðadeildarinnar með sigri á Írum í lokaumferðinni. Lærisveinar Heimis hjá Írlandi lögðu Finnland í kvöld og tryggðu sér þar með áframhaldandi veru í B-deild. Caoimhin Kelleher varði vítaspyrnu frá Joel Pohjanpalo sem kom í veg fyrir að Finnar jöfnuðu metin.

Ítalía er með þriggja stiga forystu á Frakka í riðli 5 í A-deild fyrir lokaumferðina. Sandro Tonali skoraði sitt fyrsta mark fyrir Ítalíu í sigri á Belgíu sem kemst ekki í úrslitakeppnina. Frakkar gerðu aðeins jafntefli gegn Ísrael.

Erling Haaland skoraði í sigri Noregs gegn Slóveníu í B-deild en hinn 19 ára gamli Antonio Nusa gerði tvennu. Noregur mætir Kasakstan í lokaumferðinni en Noregur og Austurríki eru jöfn að stigum á toppnum.

A-deild

Belgium 0 - 1 Italy
0-1 Sandro Tonali ('11 )

France 0 - 0 Israel

B-deild

Greece 0 - 3 England
0-1 Ollie Watkins ('7 )
0-2 Odysseas Vlachodimos ('78 , sjálfsmark)
0-3 Curtis Jones ('83 )

Ireland 1 - 0 Finland
1-0 Evan Ferguson ('45 )
1-0 Joel Pohjanpalo ('77 , Misnotað víti)

Slovenia 1 - 4 Norway
0-1 Antonio Nusa ('4 )
1-1 Benjamin Sesko ('21 , víti)
1-2 Erling Haaland ('45 )
1-3 Antonio Nusa ('59 )
1-4 Jens Hauge ('83 )

C-deild

North Macedonia 1 - 0 Latvia
1-0 Nikola Serafimov ('57 )


Athugasemdir
banner
banner
banner