Kjeldsen kom til Vestra frá HB í Færeyjum fyrir síðasta tímabil. Hann skoraði tvö mörk þegar Vestri tryggði sér sæti í Bestu deildinni.
Vestri varð fyrir áfalli á dögunum þegar danski varnarmaðurinn Gustav Kjeldsen sleit hásin og er ljóst að hann verður ekkert með liðinu á komandi tímabili. Vestri verður í Bestu deildinni á komandi tímabili og var liðið í 9. sæti í ótímabæru spánni á dögunum. Fótbolti.net ræddi við Samúel Samúelsson sem er formaður meistaraflokksráðs Vestra.
„Hann var í fótbolta í Danmörku með okkar samþykki. Skítur skeður, lítið við þessu að gera. Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt, bæði fyrir okkur og leikmanninn. Hann er geggjaður leikmaður og var mjög peppaður fyrir tímabilinu," sagði Sammi.
„Það er pottþétt að við munum fá inn miðvörð í staðinn fyrir hann. Við erum byrjaðir að leita, en ekkert klárt. Við erum að skoða í kringum okkur hvað er í boði. Ég geri fastlega ráð fyrir því að við sækjum þann leikmann erlendis frá."
Eiður Aron Sigurbjörnsson, leikmaður ÍBV, var orðaður við Vestra í síðasta mánuði. Er hann einhver möguleiki?
22.12.2023 16:10
ÍBV ekki fengið neitt tilboð í Eið Aron
„Eiður Aron er bara of langsótt dæmi fyrir Vestra. Þó að menn séu að tala um að við séum með Kerecis peninga, sem ég hef allavega ekki fengið ennþá, og laxapeninga sem ég hef ekki fengið ennþá," sagði Sammi og hló. „Þá held ég að Eiður sé of dýrt dæmi. Hann er stór prófíll og eflaust á flottum samning. Ég held það sé of langsótt að það sé að fara gerast. Það eru engar viðræður milli félaganna, það er ekki á stefnuskránni akkúrat núna. Hann er klárlega góður leikmaður. Þó að menn tali frjálslega í hlaðvörpum um Vestra og það sé alltaf nóg til og svona, þá er það bara ekki staðan. Við erum bara að ströggla eins og öll önnur félög og reynum bara að eiga fyrir hverjum mánaðarmótum. Það eru engir digrir sjóðir að hlaupa í."
Tíminn og veðurguðirnir verða að stjórna því
Fyrsti leikur Vestra á þessu ári verður gegn Stjörnunni í Þungavigtarbikarnum næsta laugardag. Fyrsti heimaleikur Vestra í Lengjubikarnum fer fram 17. febrúar þegar FH kemur í heimsókn. Þann 16. mars fer svo Vestri í æfingaferð til Tenerife.
20.12.2023 18:33
Sammi ósáttur við Ísafjarðarbæ - „Þetta er bara ekki boðlegt!"
„Það er að gerast núna að það er verið að fara setja upp hornfána og mörk á æfingavöllinn. Það er allavega jákvætt. Heimaleikirnir í Lengjubikarnum ættu því að geta farið fram í vetur. Keppnisvöllurinn verður að vera tilbúinn 20. apríl þegar KA kemur í heimsókn. Tíminn og veðurguðirnir verða að stjórna því hvernig það mun þróast."
„Það hefur ekkert reynt á moksturinn í hálfan mánuð þar sem það er búið að vera snjólaust og gott veður. Við sjáum hvernig það verður í vikunni. Við höfum fundað með bænum og niðurstaðan verður samningur við okkur eða einhvern verktaka um að halda vellinum auðum," sagði Sammi.
Athugasemdir