Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   fös 22. desember 2023 16:10
Elvar Geir Magnússon
ÍBV ekki fengið neitt tilboð í Eið Aron
Lengjudeildin
Eiður Aron Sigurbjörnsson.
Eiður Aron Sigurbjörnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV hefur ekki fengið neitt tilboð í miðvörðinn Eið Aron Sigurbjörnsson en þetta staðfesti Magnús Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, í samtali við Fótbolta.net.

Sögusagnir hafa verið í gangi um að Vestri, sem komst upp í Bestu deildina á liðnu tímabili, væri að vinna í því að kaupa Eið en Magnús segir ekkert til í því.

ÍBV féll úr Bestu deildinni í sumar en Eiður, sem er 33 ára, er algjör lykilmaður hjá liðinu. Hann er einn besti miðvörður íslenska boltans þó hann hafi verið talsvert frá sínu besta á liðnu sumri.

Sagt var í Þungavigtinni að Vestri væri að kaupa Eið en Vestramenn eru stórhuga fyrir komandi sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner