Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Goretzka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
   fim 15. ágúst 2024 13:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vangaveltur
Líkleg byrjunarlið Vals og Breiðabliks - Verður bara ein breyting?
Siggi Lár tekur út leikbann.
Siggi Lár tekur út leikbann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færir Dóri Höskuld til á vellinum?
Færir Dóri Höskuld til á vellinum?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þreytir Skoglund frumraun sína í kvöld?
Þreytir Skoglund frumraun sína í kvöld?
Mynd: Valur
Fær Kristófer Ingi kallið?
Fær Kristófer Ingi kallið?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 19:15 á N1 vellinum mætast Valur og Breiðablik í toppbaráttuslag. Liðin sitja í 2. og 3. sæti deildarinnar fyrir leikinn. Þessi leikur er liður í 16. umferð en leiknum var frestað vegna leikjaniðurröðun á leikjum Breiðabliks í forkeppni Sambandsdeildarinnar í lok júlí.

Breiðablik er fyrir leikinn sex stigum á eftir toppliði Víkings og þremur stigum á undan Val.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  2 Breiðablik

Breiðablik gerði 2-2 jafntefli gegn Stjörnunni á útivelli í síðustu umferð. Fyrri hálfleikurinn hjá Blikum í þeim leik var ekki góður en seinni hálfleikurinn var talsvert betri. Fótbolti.net spáir því að Halldór Árnason geri eina breytingu á byrjunarliði sínu. Andri Rafn Yeoman virkaði í smá brasi í hægri bakverðinum gegn Stjörnunni og spáum við því að Höskuldur færist í bakvörðinn og Arnór Gauti Jónsson komi inn á miðsvæðið og verði þar djúpur.

Kristófer Ingi Kristinsson er líka að banka á dyrnar og spurning hvort hann fái kallið í kvöld. Aron Bjarnason hlýtur að þurfa sýna meira til að réttlæta að hann sé alltaf í liðinu.



Valur vann stórsigur á HK í síðustu umferð, Valur lék stóran hluta leiksins manni fleiri. Jónatan Ingi Jónsson skoraði þrennu og fiskaði víti. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði hin tvö mörkin.

Sigurður Egill Lárusson tekur út leikbann í leiknum og Fótbolti.net spáir því að Hörður Ingi Gunnarsson komi inn í liðið í hans stað.

Aron Jóhannsson kom inn á í síðasta leik og styttist væntanlega í að hann komi inn í liðið, en við spáum því að það gerist ekki í kvöld. Þá keypti Valur Albin Skoglund frá Utsikten í Svíþjóð. Hann gerir einnig tilkall á byrjunarliðssæti. Frederik Schram snýr til baka úr leikbanni en við spáum því að Ögmundur haldi sæti sínu í markinu. Svo er spurning hvort að Hólmar Örn Eyjólfsson fari ekki að snúa til baka eftir meiðsli.

Athugasemdir
banner
banner