Félög í Pepsi-deildinni og erlendis hafa sýnt áhuga á að fá sóknarmiðjumanninn Kwame Quee í sínar raðir. Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Kwame, staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net.
Kwame hefur undanfarin tvö ár verið á láni hjá Víkingi Ólafsvík frá FC Johansen í heimalandi sínu Sierre Leone.
„Það er komið samkomulag við liðið hans í Sierra Leone um að hann fáist keyptur fyrir mjög lága fjárhæð. Hann getur farið til Svíþjóðar á reynslu en hann hefur líka áhuga á að vera á Íslandi," sagði Ólafur.
Í sumar var Kwame valinn í lið ársins í Inkasso-deildinni en hann skoraði ellefu mörk með Ólafsvíkingum.
Kwame er 22 ára gamall en hann hefur átt fast sæti í landsliði Sierre Leone að undanförnu.
Athugasemdir