Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   fös 15. nóvember 2024 07:00
Elvar Geir Magnússon
„Alltaf erfitt að fara í Balkanlandið“
Icelandair
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið flaug í gærkvöldi til Svartfjallalands eftir að hafa verið á Spáni í æfingabúðum í vikunni. Á morgun laugardag verður leikið gegn Svartfellingum í borginni Niksic.

Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson segir að menn séu vel undirbúnir fyrir komandi verkefni.

„Við erum að undirbúa okkur vel, höfum verið í toppaðstæðum og æfingarnar hafa gengið vel. Við erum að gera okkur klára," sagði Guðlaugur Victor við Fótbolta.net en hann býst við erfiðum leik.

„Þeir eru mjög þéttir og vilja pressa hátt. Svo eru þeir í mikilli blokk. Við þurfum að finna leiðir til að spila í gegnum þá og utan á þá. Þetta verður hörkuleikur og alltaf erfitt að fara í Balkanlandið."

„Þeir horfa örugglega í það að þarna geti þeir tekið sinn fyrsta sigur. Það er erfitt að fara austur og spila gegn þessum þjóðum. Við verðum að vera spot on í því sem við erum góðir í og þeir eru góðir í. Við þurfum að byrja á því að vinna þá og fáum svo vonandi úrslitaleik í Wales."

Ef Ísland vinnur Svartfjallaland og Wales vinnur ekki Tyrkland á sama tíma þá verður leikur Wales og Íslands í Cardiff á þriðjudag úrslitaleikur um annað sæti riðilsins. Ef Ísland gerir jafntefli á laugardag og Wales tapar verður leikurinn á þriðjudag líka úrslitaleikur.
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Landslið karla - Þjóðadeild
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Tyrkland 4 3 1 0 8 - 3 +5 10
2.    Wales 4 2 2 0 5 - 3 +2 8
3.    Ísland 4 1 1 2 7 - 9 -2 4
4.    Svartfjallaland 4 0 0 4 1 - 6 -5 0
Athugasemdir
banner
banner