Luke Williams er farinn frá Víkingi Ólafsvík eftir að hafa verið algjör lykilmaður í sumar.
Luke skoraði 9 mörk í 14 leikjum í deild og bikar er Ólafsvík rétt missti af sæti í Lengjudeildinni fyrir næstu leiktíð.
Luke var ekki eingöngu besti leikmaður Ólafsvíkur heldur var hann einn af allra bestu leikmönnum 2. deildarinnar. Hann var valinn í lið ársins hjá Fótbolta.net og heldur nú í ensku utandeildina.
Scunthorpe United leikur í National League North deildinni og er þar í toppbaráttu með 29 stig eftir 17 umferðir. Liðið vermdi toppsætið á upphafi tímabils en herfilegt gengi í síðustu leikjum hefur orðið til þess að Scunthorpe er núna í fjórða sæti - þremur stigum á eftir toppliði Chorley.
National League North er sjötta efsta deildin í enska deildakerfinu.
Luke er 31 árs gamall og lék meðal annars fyrir Middlesbrough og Coventry City á ferli sínum á Englandi.
Luke skrifar undir samning við Scunthorpe sem er án skuldbindingar og er nú þegar gjaldgengur í leiki með liðinu. Hann fær treyju númer 23 hjá Scunthorpe.
Þetta er í þriðja sinn sem Luke spilar fyrir Scunthorpe eftir að hafa skorað 9 mörk í 52 leikjum fyrir félagið.
„Ég datt inn á þetta tækifæri eftir samtal við félaga minn sem hefur verið hjá Scunthorpe síðustu 12 ár. Félagið er í talsvert erfiðari stöðu í dag en þegar ég var hérna síðast þegar við vorum í League One (þriðju efstu deild). Félagið hefur undirstöðurnar sem þarf til að klifra aftur upp deildakerfið og ég vil hjálpa við að afreka eitthvað sérstakt," sagði Luke meðal annars við endurkomuna til Englands.
Luke Williams' stats during his previous spells with the Iron:
— Iron Stats (@iron_stats) November 14, 2024
???? 36 starts
???? 16 sub appearances
?? 9 goals
????? 9 assists#UTI pic.twitter.com/BZjNglh7fO
Athugasemdir