Heimild: mbl.is
Vestri á Ísafirði mun mæta með gjörbreytt lið til leiks í Bestu deildinni á næsta tímabili en Ibrahima Balde hefur bæst í hóp þeirra leikmanna sem hafa yfirgefið félagið.
Miðjumaðurinn Balde er 28 ára og hjálpaði Vestra að komast upp í Bestu deildina á síðasta ári og tók svo þátt í að halda sæti liðsins í deildinni á afstöðnu tímabili.
Miðjumaðurinn Balde er 28 ára og hjálpaði Vestra að komast upp í Bestu deildina á síðasta ári og tók svo þátt í að halda sæti liðsins í deildinni á afstöðnu tímabili.
„Við ræddum nýjan samning eftir tímabilið en náðum ekki samkomulagi. Þannig að ég mat það að það væri best fyrir félagið og mig að ég færi annað. Já, auðvitað langaði mig að vera áfram. Hinsvegar langar mig að vera hjá félagi sem metur mig að verðleikum," segir Balde við mbl.is.
Balde segist hafa elskað árin tvö hjá Vestra og þá segist hann hafa áhuga á því að spila áfram í íslenska boltanum.
Balde er áttundi leikmaðurinn sem kveður Vestra eftir að tímabilinu lauk. Andri Rúnar Bjarnason, William Eskelinen, Jeppe Gertsen, Aurelien Norest, Benjamin Schubert, Inaki Rodriguez og Eiður Aron Sigurbjörnsson eru allir farnir frá félaginu.
Vestri náði að halda sæti sínu í Bestu deildinni á liðnu tímabili en var í fallhættu alveg þar til í lokin.
Athugasemdir