Það er nóg um að vera í landsleikjahléinu og áttust Asíuþjóðir við í undankeppni fyrir HM 2026 í gær.
Son Heung-min var á sínum stað í byrjunarliði Suður-Kóreu og skoraði hann í þægilegum sigri í Kúveit. Son skoraði úr vítaspyrnu í 1-3 sigri þar sem gestirnir frá Kóreu voru talsvert sterkari aðilinn.
Suður-Kórea trónir á toppi síns undanriðils og er á góðri leik með að tryggja sér sæti á HM, með 13 stig eftir 5 umferðir.
Mehdi Taremi, framherji Inter, átti þá stoðsendingaþrennu í fyrri hálfleik í skrautlegum sigri Íran í Norður-Kóreu.
Staðan var 0-3 í leikhlé en leikmaður Íran var rekinn af velli í upphafi síðari hálfleiks.
Taremi skoraði sjálfsmark skömmu eftir það og klúðraði svo vítaspyrnu í þokkabót. Ansi viðburðaríkur dagur fyrir hann. Kóreubúar voru búnir að minnka muninn niður í eitt mark á 60. mínútu en tókst ekki að jafna gegn tíu Írönum sem vörðust vel.
Íran er á góðri leið með að tryggja sér sæti á HM þar sem liðið á 13 stig eftir 5 umferðir.
Ástralía gerði að lokum markalaust jafntefli við Sádi-Arabíu í nokkuð bragðdaufum slag, þar sem Ástralir fengu fleiri færi en Sádar héldu boltanum betur.
Harry Souttar og Cameron Burgess, leikmenn Sheffield United og Ipswich Town, voru í byrjunarliði Ástralíu ásamt Jackson Irvine, leikmanni St. Pauli og landsliðsfyrirliða.
Joe Gauci, þriðji markvörður hjá Aston Villa, er aðalmarkvörður ástralska landsliðsins og heldur hann Mat Ryan á bekknum.
Ástralía og Sádi-Arabía deila 6 stigum eftir 5 umferðir í undankeppninni. Þau eru saman í öðru sæti riðilsins, ásamt Kína.
Það fóru fleiri leikir fram og eins og staðan er í dag þá virðist Úsbekístan ólíklegasta þjóðin sem stefnir á lokamót HM. Japan, Íran og Suður-Kórea eru á blússandi siglingu.
Kúveit 1 - 3 Suður-Kórea
0-1 Oh Se-hun ('10)
0-2 Son Heung-min ('19)
1-2 Mohammad Daham ('60)
1-3 Bae Jun-ho ('74)
Norður-Kórea 2 - 3 Íran
0-1 Mehdi Ghayedi ('29)
0-2 Mohammad Mohebi ('41)
0-3 Mohammad Mohebi ('45)
1-3 Mehdi Taremi ('56, sjálfsmark)
2-3 Kim Yu-song ('59)
2-3 Mehdi Taremi, misnotað víti ('67)
Rautt spjald: Shoja Khalilzadeh, Íran ('51)
Ástralía 0 - 0 Sádi-Arabía
Athugasemdir