Það eru níu leikir á dagskrá í Þjóðadeild karla í kvöld þar sem nokkrir afar spennandi slagir eru á dagskrá.
Portúgal tekur á móti Póllandi í A-deild og getur tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með jafntefli, á meðan Króatía heimsækir Skotland og þarf sigur til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni.
Á sama tíma tekur Danmörk á móti Spáni í toppslag þar sem Evrópumeistararnir frá Spáni eru nú þegar búnir að tryggja sig í úrslitakeppnina.
Danir eru í góðri stöðu í öðru sæti riðilsins og munu keppa úrslitaleik við Serbíu í lokaumferðinni ef þeim tekst ekki að leggja Spán að velli í kvöld. Serbar þurfa þá helst sigur gegn óvinum sínum frá Sviss til að veita Dönum alvöru samkeppni um annað sætið.
Ítalía, Frakkland og Þýskaland eru þjóðirnar sem eru búnar að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni, auk Spánar.
Þá fara fjórir leikir fram í C-deildinni og einn í D-deildinni. Í C-deildinni eru Rúmenar á góðri leið með að tryggja sig upp um deild á meðan Norður-Írar eiga toppslag við Belarús.
Að lokum er Gíbraltar í góðri stöðu í D-deild, þar sem sigur gegn San Marínó í kvöld nægir til að tryggja þjóðina upp um deild.
Þjóðadeildin A
19:45 Portúgal - Pólland
19:45 Skotland - Króatía
19:45 Danmörk - Spánn
19:45 Sviss - Serbía
Þjóðadeildin C
17:00 Kýpur - Litháen
19:45 Rúmenía - Kósóvó
19:45 Lúxemborg - Bulgaria
19:45 Norður Írland - Belarús
Þjóðadeildin D
19:45 San Marino - Gibraltar
Athugasemdir