KSÍ er búið að staðfesta vináttulandsleik A-landsliðs kvenna við Kanada í lok nóvember.
Leikið verður á Pinatar Arena á Spáni þann 29. nóvember en KSÍ var áður búið að staðfesta leik við Danmörku á sama stað þann 2. desember.
Báðir leikir verða sýndir beint á KSÍ TV í Sjónvarpi Símans.
Þetta er í þriðja sinn sem íslenska kvennalandsliðið spilar við Kanada eftir tvær viðureignir í Algarve Cup 2016 og 2019.
Kanada sigraði 1-0 í fyrra skiptið en í seinna skiptið gerðu þjóðirnar markalaust jafntefli.
Til samanburðar hefur Ísland spilað 15 sinnum við Danmörku og aðeins sigrað þrjár viðureignir. Danir sigruðu níu sinnum og lauk þremur leikjum með jafntefli.
Þetta verður góður undirbúningur fyrir erfiðan riðil í Þjóðadeildinni eftir áramót, þar sem Ísland mun etja kappi við Frakkland, Noreg og Sviss.
30.10.2024 09:57
Kvennalandsliðið mætir Danmörku á Spáni í byrjun desember
Athugasemdir