Arsenal er í leit að nýjum yfirmanni fótboltamála en núna hefur nýtt nafn bæst í umræðuna; nafn Simon Rolfes.
Brasilíumaðurinn Edu hætti nýverið hjá Arsenal til að taka við stöðu hjá Evangelos Marinakis, sem á meðal annars Nottingham Forest.
Brasilíumaðurinn Edu hætti nýverið hjá Arsenal til að taka við stöðu hjá Evangelos Marinakis, sem á meðal annars Nottingham Forest.
Samkvæmt Mail munu hæstráðendur Arsenal hittast í Los Angeles um helgina og fara yfir málin. Verður Rolfes þar ræddur.
Rolfes er sagður eiga aðdáendur innan Arsenal eftir þá vinnu sem hann hefur unnið hjá Bayer Leverkusen í Þýskalandi.
Leverkusen er ríkjandi meistari í Þýskalandi en Rolfes hefur séð um leikmannamál félagsins og unnið náið með Xabi Alonso.
Athugasemdir