Trent hafnar tilboðum Liverpool - West Ham stendur fast á verðmiðanum fyrir Kudus - Xabi Alonso hættir næsta sumar - Man Utd og Liverpool fylgjast með...
   fös 15. nóvember 2024 10:06
Elvar Geir Magnússon
Svartfjallalandi
„Eigum að vinna Ísland á okkar heimavelli“
Icelandair
Úr leik Íslands og Svartfjallalands í september.
Úr leik Íslands og Svartfjallalands í september.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland vann 2-0 sigur á Laugardalsvelli.
Ísland vann 2-0 sigur á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svartfellingar, mótherjar okkar Íslendinga í Þjóðadeildinni á morgun, eru enn stigalausir í riðlinum en sjá möguleika á að breyta því.

„Við förum inn í þessa leiki með það markmið að bæta frammistöðu okkar frá fyrri leikjum í keppninni. Það eru tveir ólíkir leikir sem bíða okkar, tvö lið með mjög ólíka leikstíla. Við erum ákveðnir í að klára þennan riðil á eins góðan hátt og mögulegt er," sagði Robert Prosinecki, þjálfari Svartfellinga, í síðustu viku.

Hann talaði um að hann væri bjartsýnn á að sitt lið myndi sigra Ísland og varnarmaðurinn Andrija Vukcevic tekur í ama streng.

„Það er pressa á okkur eftir þessa tapleiki en við notum þetta líka sem hvatningu til að snúa genginu við. Við erum án lykilmanna en þannig hefur það verið í riðlinum og staðan væri kannski öðruvísi ef við hefðum getað haft okkar sterkasta lið. En það þýðir ekki að tala um það, þeir sem eru til staðar munu gefa allt til að vinna," segir Vukcevic sem spilar fyrir Cartagena á Spáni.

„Mér finnst við hafa átt meira skilið í þessum riðli en við fáum tvo leiki til að laga hlutina. Við sjáum mest eftir því að hafa ekki nýtt færin okkar gegn Wales í Niksic. Það er erfitt þegar við erum ekki að skora mörk."

Svartfellingar töpuðu 2-0 gegn Íslandi á Laugardalsvelli í september. Orri Steinn Óskarsson og Jón Dagur Þorsteinsson skoruðu mörk Íslands. Síðan þá hefur liðið tapað hinum þremur leikjum sínum í riðlinum öllum með eins marks mun.

Í síðasta glugga tapaði Svartfjallaland báðum leikjum sínum, gegn Wales og Tyrklandi, 1-0 og alveg ljóst að markaskorun hefur verið hausverkur fyrir liðið. Nú er komið að lokaleikjunum í riðlinum og Svartfjallaland mun mæta Íslandi og Tyrklandi.

„Þeir komust tvisvar í gegnum okkur og skoruðu tvö mörk. Þannig töpuðum við á Íslandi. Ísland er gott landslið og er með leikmenn sem eru hjá stórum félögum. Þetta verður erfitt en við erum á heimavelli og eigum að vinna. Sigur yrði okkur mjög þýðingarmikill. Hann myndi líka gefa okkur sjálfstraust fyrir leikinn gegn Tyrklandi. Við munum berjast á meðan það er möguleiki," segir Vukcevic.

Leikur Svartfjallalands gegn Íslandi á morgun verður spilaður í borginni Niksic en ekki í höfuðborginni Podgorica. Skoðun UEFA á þjóðarleikvangnum í Podgorica leiddi í ljós að vallarflöturinn sé ekki nægilega góður.
Landslið karla - Þjóðadeild
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Tyrkland 4 3 1 0 8 - 3 +5 10
2.    Wales 4 2 2 0 5 - 3 +2 8
3.    Ísland 4 1 1 2 7 - 9 -2 4
4.    Svartfjallaland 4 0 0 4 1 - 6 -5 0
Athugasemdir
banner
banner