3. umferðin í Inkasso-deild karla hefst í kvöld með leik Fram og Hauka í Safamýrinni. Umferðin heldur síðan áfram annað kvöld og lýkur síðan laugardaginn með tveimur leikjum.
Til að spá í leiki umferðarinnar höfum við fengið Björgvin Stefánsson leikmann KR. Honum er ætlað að spá fleiri leikjum rétt en Arnari Sveini Geirssyni leikmanni Breiðabliks sem spáði aðeins einum leik rétt í síðustu umferð.
Til að spá í leiki umferðarinnar höfum við fengið Björgvin Stefánsson leikmann KR. Honum er ætlað að spá fleiri leikjum rétt en Arnari Sveini Geirssyni leikmanni Breiðabliks sem spáði aðeins einum leik rétt í síðustu umferð.
Fram 0 - 3 Haukar (19:15 í kvöld)
Eins og góður maður sagði einu sinni “Fram? Fram er bara djamm.”
Mínir gömlu vinnuveitendur verða ekki í stökustu vandræðum í Safamýrinni og koma þeir til með að spila sóknarleik af mikilli kostgæfni þar sem hvíthörundaði Trínidadinn Sean De Silva skorar öll þrjú mörk Hauka. Fyrst með hægri, svo með vinstri og það síðasta með miðfætinum hehe.
Þróttur R. 0 - 1 Víkingur Ó. (19:15 á föstudag)
Þarna munu mínir gömlu vinnuveitendur lúta í lægra haldi gegn útlendingahersveit Ejub Purisevic. Ástæðan fyrir þessari spá er persónuleg og ég neita að spá Þrótturum góðu gengi fyrr en þeir hætta að refsa Gunnari Gunnarssyni, vini mínum, fyrir að vera afbragðs viðskiptamaður og að hafa samið svona vel á sínum tíma. Alltof vel að mati Þróttara.
Keflavík 3 - 1 Afturelding (19:15 á föstudag)
Ótrulegt en satt þá hef ég hvorki starfað fyrir Keflvíkinga, né gestina úr Pizzabænum. Engu að síður vil ég spá Keflavík sigri vegna þess að ég á kunningja þar og bind ég vonir við markaskorun frá þeim báðum. Annars vegar mun Fat Baby Fufura skora og svo hins vegar Tansaníuskollinn Dolli litli eða Adolf Bitegeko. Ég veit ekkert hver skorar fyrir Aftureldingu og mér er svo gott sem sama. Sprækir Keflvíkingar fara með sigur af hólmi.
Leiknir R. 2 - 0 Njarðvík (19:15 á föstudag)
Góðvinur minn Stefán Gíslason er búinn að smíða afar skemmtilegt lið í Ghettoinu, enda mjög skemmtilegur maður. Að vísu hraðlyginn og hvatvís, en engu að síður skemmtilegur. Njarðvíkingar gera þau mistök að ferðast á einkabílum sem mun kosta þá stigin þrjú. Ég veit ekki hvernig, en það mun gera það.
Fjölnir 4 - 0 Magni (16:00 á laugardag)
Fjölnir eru með besta liðið í deildinni enda búnir að losa sig við góðkynja klefaæxlið Ægi Jarl. Albert Brynar skorar nokkur á morgun. Það er súrrealískur vinkill á gælunafni magnaðra Magnamanna en það verður ekkert magnað við frammistöðu þeirra í Grafarvoginum að þessu sinni, ekki nema þá kannski hvað þeir verða lélegir.
Þór 2 - 2 Grótta (16:00 á laugardag)
Fjörugur leikur.
Sjá fyrri spámenn:
Aron Bjarnason (2 réttir)
Arnar Sveinn Geirsson (1 réttur)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir