Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 16. ágúst 2024 18:22
Sölvi Haraldsson
Byrjunarliðin í bikarúrslitunum: Ásta Eir byrjar - Tvær breytingar hjá Val
Ásta fær loksins að spila bikarúrslitaleik.
Ásta fær loksins að spila bikarúrslitaleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Eftir rúman klukkutíma, klukkan 19:15, hefst úrslitaleikur í Mjólkubikar kvenna þegar tvö bestu lið landsins, Valur og Breiðablik mætast á Laugardalsvelli. Rétt í þessu voru byrjunarliðin að detta í hús.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Breiðablik

Stærsta spurningin fyrir leik kvöldsins var hvort að Ásta Eir myndi byrja fyrir Breiðablik en hún byrjar í kvöld. Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, gerir alls eina breytingu á Blikaliðinu frá 4-2 sigrinum á Þór/KA á dögunum. Ásta kemur inn í liðið fyrir hana Jakobínu Hjörvarsdóttir.

Pétur Pétursson, þjálfari Vals, gerir tvær breytingar á sínu liði frá 1-1 jafnteflinu gegn Stjörnunni fyrir viku síðan. Berglind Rós Ágústdóttir og Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir koma inn í liðið en Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir þurfa að víkja.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV.


Byrjunarlið Valur:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
2. Hailey Whitaker
6. Natasha Anasi
8. Kate Cousins
10. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
11. Anna Rakel Pétursdóttir
14. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir
29. Jasmín Erla Ingadóttir

Byrjunarlið Breiðablik:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
4. Elín Helena Karlsdóttir
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir
10. Katrín Ásbjörnsdóttir
11. Andrea Rut Bjarnadóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir
17. Karitas Tómasdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
27. Barbára Sól Gísladóttir
28. Birta Georgsdóttir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner