Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   þri 16. október 2018 09:05
Elvar Geir Magnússon
Guðmann aftur í FH (Staðfest)
Guðmann er aftur mættur í FH!
Guðmann er aftur mættur í FH!
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Varnarmaðurinn Guðmann Þórisson hefur gert tveggja ára samning við FH. Hafnarfjarðarliðið tilkynnir þetta á samfélagsmiðlum sínum.

Þessi 31 árs miðvörður hefur verið hjá KA undanfarin þrjú tímabil. Hann lék níu leiki í Pepsi-deildinni í sumar en tvö síðustu tímabil hefur hann misst mikið úr vegna meiðsla.

Hann þekkir vel til í Kaplakrika og varð Íslandsmeistari með liðinu 2012 og 2015.

„Eftir yndislegan tíma hjá KA er maður smá sorgmæddur að vera búinn að ákveða að flytja í bæinn. Það eru ýmsar ástæður á bakvið það. Ég á orðið kærustu í bænum og það verður gott að flytja í bæinn og vera nálægt fjölskyldu og vinum," sagði Guðmann fyrr í þessum mánuði þegar hann staðfesti að hann væri á leið frá KA.

Liðið tímabil var mikil vonbrigði fyrir FH-inga sem enduðu í fimmta sæti og komust ekki í Evrópukeppnina.

Miðvörðurinn Eddi Gomes var á láni hjá FH-ingum og er farinn til baka og þá er Rennico Clarke samningslaus.


Athugasemdir
banner