Jose Mourinho, sem nú stýrir Fenerbahce í Tyrklandi, gerði mikið grín að franska varnarmanninum Kurt Zouma í nýlegu viðtali.
Mourinho var einfaldlega spurður að því í viðtalinu hvort hann væri meira fyrir hunda eða ketti. Hann sagðist þá vera meira fyrir hunda.
Mourinho var einfaldlega spurður að því í viðtalinu hvort hann væri meira fyrir hunda eða ketti. Hann sagðist þá vera meira fyrir hunda.
„En ég á ekkert sökótt við ketti. Ég er ekki Kurt Zouma," sagði Mourinho og hló.
Mourinho var þar að vísa til þess þegar Zouma komst í fréttirnar árið 2022 fyrir að sparka í kött sinn. Var hann harðlega gagnrýndur fyrir það.
Mourinho þekkir til Zouma eftir að hafa þjálfað hann hjá Chelsea en hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar hann skaut á sinn gamla lærisvein.
Dogs or cats?
— IM???????? (@Iconic_Mourinho) February 20, 2025
José Mourinho: "Dogs. But I don't have any problems with cats. I'm not Kurt Zouma."
JOSÉ???????????? pic.twitter.com/pNeo6sddKD
Athugasemdir