Rashford, Salah, Trent, Theo Hernandez, Wirtz, Benzema, Neuer og aðrir góðir í slúðri dagsins
   þri 17. desember 2024 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Aðstoðarþjálfari Southgate tekinn við Yokohama (Staðfest)
Steve Holland (til hægri) ásamt Gareth Southgate á landsliðsæfingu hjá Englandi.
Steve Holland (til hægri) ásamt Gareth Southgate á landsliðsæfingu hjá Englandi.
Mynd: Getty Images
Enski þjálfarinn Steve Holland er kominn með nýtt starf eftir að hafa verið aðstoðarlandsliðsþjálfari Englands undir stjórn Gareth Southgate.

Holland, sem var áður aðstoðarþjálfari hjá Chelsea, starfaði sem hægri hönd Southgate í rúman áratug áður en Southgate ákvað að segja upp starfi sínu sem landsliðsþjálfari Englands eftir EM síðasta sumar.

Holland vildi ekki taka við öðru starfi sem aðstoðarþjálfari heldur vildi reyna fyrir sér sem aðalþjálfari og hefur hann fengið tækifæri til þess hjá japanska stórveldinu Yokohama F. Marinos.

Yokohama hefur unnið efstu deild í Japan fimm sinnum og kom síðasti sigurinn fyrir tveimur árum síðan. Í fyrra endaði liðið þó óvænt í áttunda sæti.

Harry Kewell og Ange Postecoglou eru meðal fyrrum aðalþjálfara Yokohama.
Athugasemdir
banner
banner
banner