Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   þri 17. desember 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Áfrýjun Tottenham bar engan árangur
Leikbanni Rodrigo Bentancur, miðjumanns Tottenham, verður ekki stytt. Það stendur og mun hann því missa af alls sjö leikjum.

Tottenham áfrýjaði banninu sem Bentancur fékk en óháð nefnd ákvað að breyta því ekki. Hann á tvo leiki eftir af banninu.

Ástæðan fyrir banninu eru ummæli sem Bentancur lét falla síðasta sumar um liðsfélaga sinn, Son Heung-min. Úrúgvæskur sjónvarpsmaður bað Bentancur um að gefa sér Tottenham treyju og þá svaraði miðjumaðurinn:

„Viltu treyjuna frá Sonny? Hún gæti líka verið frá frænda hans þar sem þeir líta allir eins út."

Bentancur baðst afsökunar opinberlega og bað hann einnig Son afsökunar persónulega. Son samþykkti afsökunarbeiðnina en Bentancur fór samt sem áður í leikbann vegna kynþáttafordóma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner