Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   þri 17. desember 2024 15:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Áhugi frá Búlgaríu á Kjartani Kára
Kjartan Kári Halldórsson.
Kjartan Kári Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Kári Halldórsson, sóknarmaður FH, er að vekja athygli erlendis frá.

Sagt var frá því í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag að það væri félag í Búlgaríu á eftir honum.

„Hann átti stórkostlegt tímabil fyrir Fimleikafélag Hafnarfjarðar," sagði Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum.

„Það er áhugi frá Búlgaríu. Það er ekki komið það langt að hægt er að nefna félagið á nafn, en það er klárlega áhugi og spurning hvort FH sé að missa einn sinn besta mann."

Kjartan Kári er 21 árs gamall kantmaður sem er uppalinn hjá Gróttu og sló þar í gegn áður en hann fór til Haugesund í Noregi. Hann kom svo aftur heim og hefur leikið með FH undanfarin tvö tímabil.
Útvarpsþátturinn - Arnór Smára, Júlli Magg og fréttir vikunnar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner