Það er komin pressa á Mikel Arteta, stjóra Arsenal, að vinna titla. Hann hefur stýrt Lundúnafélaginu frá 2019 og aðeins unnið einn titil.
Eða nei, hann hefur unnið þrjá titla.
Eða nei, hann hefur unnið þrjá titla.
Hann leiðrétti fréttamann í dag sem sagði hann aðeins hafa unnið einn titil á fimm árum.
„Einn bikar? Ég vann Samfélagsskjöldinn tvisvar. Þetta eru þrír titlar," sagði Arteta.
Arteta stýrði Arsenal til sigurs í FA-bikarnum á sínu fyrsta tímabili með liðið og vann svo Samfélagsskjöldinn 2020 og 2023. Hann hefur breytt Arsenal í titilbaráttulið en er það nóg?
Hér fyrir neðan má sjá myndband af fundinum í dag þar sem Arteta leiðrétti fréttamanninn.
?????? Mikel Arteta: “One trophy? Well… Charity Shield also twice, no? So it’s three”.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 17, 2024
???? @BeanymanSportspic.twitter.com/KXU95MC9Z8
Athugasemdir