Rashford, Salah, Trent, Theo Hernandez, Wirtz, Benzema, Neuer og aðrir góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 17. desember 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arteta leiðrétti fréttamann - „Ég vann Samfélagsskjöldinn tvisvar"
Mikel Arteta.
Mikel Arteta.
Mynd: John Walton
Það er komin pressa á Mikel Arteta, stjóra Arsenal, að vinna titla. Hann hefur stýrt Lundúnafélaginu frá 2019 og aðeins unnið einn titil.

Eða nei, hann hefur unnið þrjá titla.

Hann leiðrétti fréttamann í dag sem sagði hann aðeins hafa unnið einn titil á fimm árum.

„Einn bikar? Ég vann Samfélagsskjöldinn tvisvar. Þetta eru þrír titlar," sagði Arteta.

Arteta stýrði Arsenal til sigurs í FA-bikarnum á sínu fyrsta tímabili með liðið og vann svo Samfélagsskjöldinn 2020 og 2023. Hann hefur breytt Arsenal í titilbaráttulið en er það nóg?

Hér fyrir neðan má sjá myndband af fundinum í dag þar sem Arteta leiðrétti fréttamanninn.


Athugasemdir
banner
banner