Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   þri 17. desember 2024 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bonmatí og Hayes bestar - Langflestar úr Barcelona
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
The Best verðlaunaafhending FIFA fór fram í gærkvöldi þar sem gefin voru ýmis verðlaun bæði í karla- og kvennaflokki.

Í kvennaflokki var Aitana Bonmatí, miðjumaður Barcelona og spænska landsliðsins, valin besti leikmaðurinn annað árið í röð.

Bonmatí hefur leitt Barcelona að tveimur sigrum í röð í Meistaradeild kvenna og hlotið Gullboltann bæði árin. Hún hefur unnið spænsku deildina fimm ár í röð í treyju Barcelona.

Emma Hayes, sem yfirgaf Chelsea síðasta sumar, var valinn besti þjálfarinn eftir að hafa unnið ensku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð sinni hjá félaginu. Þetta er í annað sinn sem Hayes hlýtur nafnbótina þjálfari ársins hjá FIFA eftir að hafa tekist það einnig árið 2021. Hayes var einnig tilnefnd sem þjálfari ársins á Ballon d'Or verðlaunaafhendingunni í haust.

Bonmatí er einnig í liði ársins ásamt fimm öðrum núverandi liðsfélögum sínum úr liði Barcelona og fjórum úr spænska landsliðinu. Lucy Bronze er komin yfir til Chelsea.

Þá eru Alyssa Naeher og Naomi Girma úr bandaríska boltanum og Gabi Portilho úr brasilíska boltanum einnig í liði ársins, auk Lindsey Horan sem leikur með franska stórveldinu Lyon og bandaríska landsliðinu.

Markvörður:
Alyssa Naeher (Chicago Red Stars og Bandaríkin)

Hægri bakvörður:
Lucy Bronze (Barcelona og England)

Miðverðir:
Irene Paredes (Barcelona og Spánn)
Naomi Girma (San Diego Wave og Bandaríkin)

Vinstri bakvörður:
Ona Batlle (Barcelona og Spánn)

Hægri kantur:
Gabi Portilho (Corinthians og Brasilía)

Miðjumenn:
Patricia Guijarro (Barcelona og Spánn)
Lindsey Horan (Lyon og Bandaríkin)

Vinstri kantur:
Aitana Bonmati (Barcelona og Spánn)

Framherjar:
Caroline Graham Hansen (Barcelona og Noregur)
Salma Paralluelo (Barcelona og Spánn)


Athugasemdir
banner
banner