Rashford, Salah, Trent, Theo Hernandez, Wirtz, Benzema, Neuer og aðrir góðir í slúðri dagsins
   þri 17. desember 2024 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Daníel Leó í aðgerð á öxl
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnajaxlinn Daníel Leó Grétarsson missir af næstu vikum eftir að hafa farið í aðgerð á öxl. Hann hefur verið að glíma við meiðslin í einhvern tíma og missti af landsleikjum Íslands í nóvember vegna þeirra. Ekki er ljóst hve langan tíma það mun taka fyrir Daníel að ná fullum bata.

Daníel Leó er mikilvægur hlekkur í hjarta varnarinnar hjá Sönderjyske sem er í fallbaráttu í danska boltanum. Liðið er komið með 16 stig eftir 17 umferðir og hefur Daníel Leó spilað alla deildarleiki tímabilsins nema þrjá.

Hann er svo mikilvægur fyrir Sönderjyske að hann hefur verið að spila í gegnum axlarmeiðslin í danska boltanum og fengið mikið hrós frá Thomas Nørgaard þjálfara.

Daníel er 29 ára gamall og hefur verið fastamaður í íslensku landsliðsvörninni undir stjórn Åge Hareide, sem sagði upp landsliðsstarfinu í nóvember.

Næsti landsleikjagluggi er ekki fyrr en í lok mars og ætti Daníel Leó að vera löngu búinn að ná fullum bata þegar þann glugga ber að garði.
Athugasemdir
banner
banner
banner