Belgíski miðjumaðurinn Kevin De Bruyne verður samningslaus næsta sumar eftir tíu ár með Manchester City.
De Bruyne hefur verið einn af máttarstólpum Man City á undanförnum árum en hann er 33 ára gamall og óljóst hvort hann ætli að halda áfram í enska boltanum.
„Það er ekkert að frétta af samningsmálum eins og staðan er núna og ég hef aðra hluti til að hugsa um. Þetta er ekki rétti tíminn til að hugsa um samningsmál. Mér líður vel hérna en ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér," sagði De Bruyne.
„Mér líður mjög vel líkamlega og það er ekki byrjað að hægjast á mér þó að stundum taki það aðeins lengri tíma að jafna sig. Ég meiddist illa í fyrra, það tók tíma að koma aftur eftir sex mánuði en mér fannst ég gera vel og þegar ég kom aftur eftir sumarið leeið mérmjög vel sem kom mér á óvart eftir að hafa ekki fengið undirbúningstímabil."
„Þegar ég finn að tíminn er kominn, að þetta verður erfiðara og erfiðara verð ég að taka ákvörðun. Mér líður enn vel að spila fótbolta, ég nýt þess. Það er aðalatriðið fyrir mér," sagði De Bruyne að lokum.
Athugasemdir