Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   þri 17. desember 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dele Alli byrjar að æfa með Como eftir jól
Mynd: Twitter
Greint hefur verið frá því að Dele Alli var mættur til Ítalíu um helgina þar sem hann horfði á Como leggja AS Roma að velli í efstu deild ítalska boltans.

Como eru nýliðar í Serie A deildinni og leika undir stjórn Cesc Fábregas. Það er mikið af frægu fólki sem styður við fótboltafélagið Como, enda er borgin staðsett við heimsfrægt Como-vatn sem laðar að sér Hollywood-stjörnur.

Margar af þessum stjörnum eiga gullfalleg hús við vatnið og eru þegar byrjaðar að styðja við bakið á fótboltafélaginu Como.

Dele Alli er 28 ára gamall og hefur átt gríðarlega erfitt uppdráttar á síðustu árum. Hann þótti bráðefnilegur fótboltamaður og var mikilvægur hlekkur í liði Tottenham og enska landsliðsins allt þar til hann missti sjálfstraustið og byrjaði að lenda í meiðslavandræðum.

Alli hefur spilað fyrir Everton og Besiktas á síðustu árum án þess að ná árangri. Hann hefur verið að glíma við tíð meiðsli og vonast Cesc Fábregas til að leikmaðurinn geti fundið sitt gamla form í rólegheitunum á Ítalíu.

Como er í fallbaráttu í ítalska boltanum, með 15 stig eftir 16 umferðir.

Hjá Como gæti Dele Alli spilað með leikmönnum á borð við Sergi Roberto, Alberto Moreno, Pepe Reina og Andrea Belotti.

Alli byrjar að æfa með Como 26. desember. Hann getur verið skráður með Como í ítalska boltann eftir áramót.
Athugasemdir
banner
banner
banner