The Best verðlaunaafhendingu FIFA er lokið og var draumalið ársins sett saman.
Þar má finna fimm leikmenn úr liði Real Madrid sem vann bæði spænsku deildina og Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð og þrjá leikmenn úr sigurliði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni.
Arsenal, Aston Villa og Barcelona eiga hvert sinn fulltrúa í draumaliðinu.
Það vekur athygli að draumaliðið er eingöngu skipað leikmönnum úr enska og spænska boltanum.
Markvörður:
Emiliano Martinez (Aston Villa og Argentína)
Hægri bakvörður:
Dani Carvajal (Real Madrid og Spánn)
Miðverðir:
Antonio Rudiger (Real Madrid og Þýskaland)
Ruben Dias (Man City og Portúgal)
Vinstri bakvörður:
William Saliba (Arsenal og Frakkland)
Miðjumenn:
Jude Bellingham (Real Madrid og England)
Rodri (Man City og Spánn)
Toni Kroos (Real Madrid og Þýskaland)
Hægri kantur:
Lamine Yamal (Barcelona og Spánn)
Vinstri kantur:
Vinicius Junior (Real Madrid og Brasilía)
Framherji:
Erling Haaland (Man City og Noregur)
Athugasemdir