Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   þri 17. desember 2024 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Draumalið ársins hjá FIFA: Fimm úr Real og þrír frá City
The Best verðlaunaafhendingu FIFA er lokið og var draumalið ársins sett saman.

Þar má finna fimm leikmenn úr liði Real Madrid sem vann bæði spænsku deildina og Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð og þrjá leikmenn úr sigurliði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal, Aston Villa og Barcelona eiga hvert sinn fulltrúa í draumaliðinu.

Það vekur athygli að draumaliðið er eingöngu skipað leikmönnum úr enska og spænska boltanum.

Markvörður:
Emiliano Martinez (Aston Villa og Argentína)

Hægri bakvörður:
Dani Carvajal (Real Madrid og Spánn)

Miðverðir:
Antonio Rudiger (Real Madrid og Þýskaland)
Ruben Dias (Man City og Portúgal)

Vinstri bakvörður:
William Saliba (Arsenal og Frakkland)

Miðjumenn:
Jude Bellingham (Real Madrid og England)
Rodri (Man City og Spánn)
Toni Kroos (Real Madrid og Þýskaland)

Hægri kantur:
Lamine Yamal (Barcelona og Spánn)

Vinstri kantur:
Vinicius Junior (Real Madrid og Brasilía)

Framherji:
Erling Haaland (Man City og Noregur)
Athugasemdir
banner
banner
banner