Rætt var um mögulega heimkomu Galdurs Guðmundssonar frá FC Kaupmannahöfn í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.
Í hlaðvarpinu Dr Football í síðustu viku var hann orðaður við Víking og KR.
Í hlaðvarpinu Dr Football í síðustu viku var hann orðaður við Víking og KR.
Galdur er 18 ára kantmaður sem gekk í raðir FCK frá uppeldisfélagi sínu Breiðabliki sumarið 2022. Samningur hans við danska stórliðið rennur út næsta sumar. Hann lék sinn fyrsta leik með aðalliði FCK í mars á síðasta ári þegar hann kom inn á í æfingaleik gegn B93.
„Ég veit ekki hvort það sé verið að slá ryki í augu fólks. Það væri skrítið ef Blikar væru ekki áhugasamir um að fá hann heim þar sem hann er eitthvað það besta sem hefur komið úr þeirra unglingastarfi í langan tíma," sagði Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum á laugardag.
„Það hefur sýnt sig að ef ungir leikmenn í þessum stóru liðum eru að fá mínútur, þá hafa þeir heldur betur verið að standa sig. Það eru engir smá hæfileikar í þessum fótum."
Það er einnig áhugi á Galdri frá félögum í Skandinavíu.
Galdur á að baki 14 leiki fyrir yngri landsliðin, þar af átta fyrir U19. Hann er uppalinn hjá ÍBV og Breiðablik; skipti yfir í Breiðablik sumarið 2019 og þremur árum seinna var hann farinn út. Hann kom við sögu í einum leik með Blikum 2021 og sex leikjum 2022.
Athugasemdir