Man Utd á eftir Kolo Muani - Kimmich orðaður við Man City - Christensen til Newcastle? - Tveir á förum frá Chelsea
   þri 17. desember 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Tribuna.com 
Féll Mudryk á lyfjaprófi?
Mynd: EPA
Úkraínumaðurinn Mykhailo Mudryk, sóknarmaður Chelsea, er sagður hafa fallið á lyfjaprófi.

Það kemur fram í úkraínskum fjölmiðlum að bannað efni hafi fundist í sýni en það á eftir að rannsaka annað sýni á næstu dögum.

Tribuna.com greinir frá þessu en miðillinn segist hafa haft samband við Chelsea og forráðamenn Mudryk og það má eiga von á yfirlýsingu frá leikmanninum bráðlega.

Mudryk hefur ekki verið í leikmannahópi Chelsea síðan gegn Aston Villa 1. desember en hann kom ekkert við sögu í þeim leik. Útlit er fyrir að hann eigi yfir höfði sér bann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner