Freyr Alexandersson er ekki lengur þjálfari Kortrijk. Frá þessu greinir belgíska félagið rétt í þessu. Í tilkynningu félagsins er sagt frá því að ákveðið hefði verið að leiðir myndu skilja.
Félagið þakkar Frey fyrir sitt starf og að hafa náð að halda liðinu uppi á síðasta tímabili eftir frábæran endasprett. Aðstoðarmaður Freys, Jonathan Hartmann, yfirgefur einnig Kortrijk.
Félagið þakkar Frey fyrir sitt starf og að hafa náð að halda liðinu uppi á síðasta tímabili eftir frábæran endasprett. Aðstoðarmaður Freys, Jonathan Hartmann, yfirgefur einnig Kortrijk.
„Þetta er erfið ákvörðun fyrir félagið. Við viljum þakka Frey og Jonathan fyrir þeirra fagmennsku, miklu vinnusemi og grípandi persónuleika," segir Pieter Eecloo sem er íþróttastjóri Kortrijk.
Freyr var ráðinn til Kortrijk í upphafi árs. Þá var liðið í vonlausri stöðu íneðsta sæti deildarinnar, en Freyr náði að bjarga liðinu frá falli með ótrúlegum endaspretti.
Gengi liðsins á tímabilinu hefur ekki verið gott, einhverjir stuðningsmenn liðsins hafa látið í ljós óánægju sína með varnarsinnaða nálgun liðsins og kallað eftir þjálfarabreytingu. Kortrijk er í 14. sæti í 16 liða deild þegar 18 umferðir eru bunar af deildinni. Liðið hefur tapað þremur leikjum í röð og var 0-3 tap á heimavelli gegn Dender lokaleikur liðsins undir stjórn Freys.
Tekur Freyr við landsliðinu?
Freyr er 42 ára og hefur að undanförnu verið sterklega orðaður við starf landsliðsþjálfara karla. KSÍ er í þjálfaraleit eftir að Age Hareide lagði þjálfaramöppuna á hilluna í síðasta mánuði.
Athugasemdir