Rashford, Salah, Trent, Theo Hernandez, Wirtz, Benzema, Neuer og aðrir góðir í slúðri dagsins
   þri 17. desember 2024 22:31
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalski bikarinn: Juventus skoraði fjögur gegn Cagliari
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Juventus 4 - 0 Cagliari
1-0 Dusan Vlahovic ('44 )
2-0 Teun Koopmeiners ('53 )
3-0 Francisco Conceicao ('80 )
4-0 Nicolas Gonzalez ('89 )

Juventus er búið að tryggja sér þátttöku í 8-liða úrslitum ítalska bikarsins eftir þægilegan sigur gegn Cagliari í eina leik kvöldsins.

Dusan Vlahovic skoraði eina mark fyrri hálfleiksins skömmu fyrir leikhlé eftir góðan undirbúning frá Kenan Yildiz.

Staðan var 1-0 eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik en heimamenn í liði Juve bættu í eftir leikhlé.

Teun Koopmeiners tvöfaldaði forystuna og kom Nicolás González inn af bekknum á 66. mínútu.

Argentínumaðurinn knái lagði næsta mark upp fyrir hinn efnilega Francisco Conceicao og skoraði svo sjálfur undir lokin eftir undirbúning frá Timothy Weah. Lokatölur urðu því 4-0.

Juve tekur á móti Empoli í næstu umferð ítalska bikarsins, en Bologna, Milan og Lazio eru einnig komin áfram. Búist er við að Inter, Roma og Atalanta fylgi þeim inn í 8-liða úrslitin.
Athugasemdir
banner
banner