Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   þri 17. desember 2024 16:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jana Sól heim í Stjörnuna (Staðfest)
Í leik með Stjörnunni 2020.
Í leik með Stjörnunni 2020.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jana Sól Valdimarsdóttir er gengin í raðir Stjörnunnar á nýjan leik eftir fjögurra ára fjarveru.

Jana, sem er fædd árið 2003, er uppalin hjá Stjörnunni en gekk í raðir Vals fyrir tímabilið 2021. Hún lék svo með HK á síðasta tímabili.

Hún lék á sínum tíma níu leiki fyrir unglingalandsliðin og skoraði þrjú mörk. Á síðasta tímabili skoraði hún fimm mörk í 13 leikjum með HK í Lenjgudeildinni.

„Jana er öflugur leikmaður sem á eftir að reynast liðinu vel á komandi tímabili. Eftir að hafa leikið með Val og HK, kemur Jana nú aftur til Stjörnunnar reynslunni ríkari. Við hlökkum til að sjá hana aftur í bláu treyjunni og tökum vel á móti henni! Velkomin heim Jana!" segir í tilkynningu Stjörnunnar.

Stjarnan endaði í 7. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Jóhannes Karl Sigursteinsson er þjálfari liðsins. Jana Sól er fjórði leikmaðurinn sem gengur í raðir Stjörnunnar eftir að tímabilinu lauk.

Komnar
Vera Varis frá Keflavík
Birna Jóhannsdóttir frá HK
Margrét Lea Gísladóttir frá Breiðabliki
Jana Sól Valdimarsdóttir frá HK

Farnar
Hrafnhildur Salka Pálmadóttir til Vals (var á láni hjá HK)
Sóley Edda Ingadóttir til Vals
Hannah Sharts til Portúgals
Erin McLeod til Kanada
Katrín Erla Clausen til Fram
Ólína Ágústa Valdimarsdóttir hætt
Jóhanna Melkorka Þórsdóttir hætt

Samningslausar
Arna Dís Arnþórsdóttir (1997)
Halla Margrét Hinriksdóttir (1994)
Thelma Lind Steinarsdóttir (2005)
Mist Smáradóttir (2005)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (1988)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner