Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   þri 17. desember 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kiwior biður umboðsmenn sína um að finna nýtt félag
Pólski varnarmaðurinn Jakub Kiwior hefur beðið umboðsmenn sína um að finna nýtt félag.

Hann er ósáttur við stöðu sína hjá Arsenal en hann hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Lundúnafélaginu.

Samkvæmt fjölmiðlum á Ítalíu hefur Napoli áhuga á honum en þeir eru að berjast um að ítalska meistaratitilinn.

Kiwior er 24 ára gamall miðvörður sem getur einnig leyst það að spila í bakverði. Hann kom til Arsenal frá Spezia á Ítalíu í janúar 2023.

Hann hefur spilað 51 leik fyrir Arsenal og skorað í þeim tvö mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner