Rashford, Salah, Trent, Theo Hernandez, Wirtz, Benzema, Neuer og aðrir góðir í slúðri dagsins
   þri 17. desember 2024 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kovtun verður ekki áfram hjá Keflavík (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úkraínski varnarmaðurinn Oleksii Kovtun verður ekki áfram hjá Keflavík en samningur hans við félagið rennur út um áramótin. Hann er að leita sér að nýju félagi.

Kovtun gekk í raðir Keflavíkur fyrir tímabilið 2023 og spilaði 20 leiki í Bestu deildinni í fyrra og 18 leiki af 25 með Keflavík í Lengjudeildinni í sumar. Hann byrjaði alla þrjá leiki í umspilinu þar sem Keflavík tapaði í úrslitum gegn Aftureldingu.

Kovtun er 29 ára og getur leyst allar stöðurnar í varnarlínunni.

Hann er uppalinn hjá Dynamo Kiev og á að baki leiki í úkraínsu úrvalsdeildinni og úrvalsdeildinni í Belarús.
Athugasemdir
banner
banner
banner