Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   þri 17. desember 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Langt komnir í viðræðum við Amad Diallo
Amad Diallo.
Amad Diallo.
Mynd: EPA
Manchester United er komið langt í viðræðum við Amad Diallo um nýjan samning.

Þetta herma heimildir ESPN.

Amad hefur verið stórkostlegur að undanförnu en hann fiskaði víti og skoraði svo sigurmarkið í nágrannaslagnum gegn Manchester City síðastliðinn sunnudag.

Núgildandi samningur hans rennur út eftir tímabilið en United er með ákvæði um að framlengja hann um eitt ár.

Félagið er hins vegar að vinna í því að semja við hann til lengri tíma og sagt er að það eigi bara eftir að klára nokkur smáatriði.

Hinn 21 árs gamli Diallo kom frá Atalanta árið 2021.
Athugasemdir
banner
banner
banner