Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano er búinn að setja „here we go!" stimpilinn sinn á yfirvofandi félagaskipti Diego León til Manchester United.
León er 17 ára vinstri bakvörður sem Man Utd mun borga tæplega 10 milljónir dollara fyrir.
León kemur úr röðum Cerro Porteno í heimalandinu, Paragvæ, þar sem hann er mikilvægur hlekkur í byrjunarliðinu og skoraði 2 mörk í 19 deildarleikjum í haust.
León verður 18 ára gamall í apríl og getur því gengið til liðs við Rauðu djöflana næsta sumar þegar hann hefur náð lögaldri.
Athugasemdir