Rashford, Salah, Trent, Theo Hernandez, Wirtz, Benzema, Neuer og aðrir góðir í slúðri dagsins
   þri 17. desember 2024 16:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Opinbera hvaða lyf felldi Mudryk
Mykhailo Mudryk.
Mykhailo Mudryk.
Mynd: Getty Images
Fréttamiðillinn Daily Mail hefur opinberað hvaða lyf það var sem Mykhailo Mudryk, leikmaður Chelsea, sem varð til þess að hann féll á lyfjaprófi.

Um er að ræða lyfið meldonium. Þetta er sama lyf sem tennisstjarnan fyrrverandi Maria Sharapova tók og var sett í tveggja ára bann fyrir. Það bann var síðar stytt í 15 mánuði.

Ivar Kalvins, lettneskur vísindamaður sem bjó til lyfið, segir að það hafi aldrei verið tilgangurinn að búa til þetta lyf fyrir íþróttamenn, heldur hafi það átt að vera fyrir „ofurhermenn frá Sovétríkjunum".

Lyfið var gleypt af hermönnum til að vinna gegn áhrifum mikillar hæðar og súrefnisskorts.

Mudryk neitar sök en málið er til rannsóknar hjá enska fótboltasambandinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner