
Þá er komið að slúðri dagsins þennan þriðjudaginn en hér er allt það helsta.
Manchester United hefur sett framherjann Marcus Rashford (27) á sölulista og er tilbúið að selja hann á afsláttarverði í janúar. (Guardian)
Mohamed Salah (32) er nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Liverpool. (Marca)
Liverpool þarf að bjóða Trent Alexander-Arnold (26) 100 þúsund pundum meira í vikulaun til að sannfæra hann um nýjan samning. (The Sun)
Umboðsmaður Theo Hernandez (27), bakvarðar AC Milan, flaug til Englands í viðræður við Manchester United. (Mirror)
Southampton er að íhuga það að reyna að ráða Danny Röhl, stjóra Sheffield Wednesday, til að taka við liðinu eftir að Russell Martin var rekinn. (Times)
Það er ólíklegt að Florian Wirtz (21) fari til Bayern München, Real Madrid eða Manchester City í sumar. Það er útlit fyrir að hann muni endursemja við Bayer Leverkusen til 2028. (Sky í Þýskalandi)
Raheem Sterling (30) ætlar ekki að fara frá Arsenal þrátt fyrir lítinn spiltíma. (Standard)
Varnarmaðurinn Jakub Kiwior (24) hefur ákveðið að yfirgefa Arsenal í janúar en Napoli hefur áhuga á honum. (Il Mattino)
Brighton bauð 20,7 milljónir punda í brasilíska varnarmanninn Vitor Reis (18) en Palmeiras hafnaði tilboðinu og ætlar ekki að ræða um framtíð hans fyrr en eftir HM félagsliða. (ESPN Brazil)
Arsenal er að fylgjast náið með Lucien Agoume (22), miðjumanni Sevilla, sem mögulegum arftaka Thomas Partey (31). (FootballTransfers)
Karim Benzema (36), sóknarmaður Al-Ittihad, er að íhuga að leggja skóna á hilluna. (Relevo)
Cesc Fabregas, stjóri Como á Ítalíu, hefur boðið Dele Alli (28) að æfa með félaginu. (ESPN)
Manuel Neuer (38), markvörður Bayern München, er við það að framlengja samning sinn um eitt ár. (Sky í Þýskalandi)
Athugasemdir