Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   þri 17. desember 2024 15:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þetta er nafn sem við þekkjum"
Arnar Grétarsson.
Arnar Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, fyrrum þjálfari Vals og KA, er á blaði hjá Kolding í Danmörku eins og áður hefur komið fram.

Niklas Nürnberg, yfirmaður fótboltamála hjá Kolding, segir að Arnar sé nafn sem hann þekkir vel.

„Þetta er nafn sem við þekkjum en ég ætla ekki að fara út í það við hverja við erum að tala. En ég þekki hann og ég þekki marga þjálfara," segir Nürnberg.

Jacob Dehn hefur stýrt Kolding til bráðabirgða en það er ljóst að hann fær ekki starfið þar sem hann þykir of ungur í það. Hann er aðeins 29 ára.

Rætt var um Arnar og Kolding í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag og þar var sagt að Arnar hefði átt samtöl við Kolding en það væri ekki þá komið á viðræðustig.

Eiður Smari Guðjohnsen, einn besti fótboltamaður í sögu Íslands, kemur til greina sem aðstoðarþjálfari Arnars ef hann fer út til Danmerkur. Arnar og Eiður léku saman með íslenska landsliðinu og þá gekk Eiður í raðir AEK Aþenu á sínum tíma, þegar Arnar var þar yfirmaður fótboltamála.

Kolding er sem stendur í sjöunda sæti dönsku B-deildarinnar en varnarmaðurinn Ari Leifsson er á mála hjá félaginu.
Útvarpsþátturinn - Arnór Smára, Júlli Magg og fréttir vikunnar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner