Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, telur að Milos Kerkez væri góður kostur í vinstri bakvörðinn fyrir sitt gamla félag.
Kerkez er mikilvægur hlekkur í liði Bournemouth og hefur verið það frá því hann gekk í raðir félagsins sumarið 2023.
Kerkez er mikilvægur hlekkur í liði Bournemouth og hefur verið það frá því hann gekk í raðir félagsins sumarið 2023.
Carragher ræddi um Kerkez á Sky Sports í gær; sagði hann frábæran og spáði því að hann væri leikmaður sem Liverpool myndi sækja.
„Andy Robertson þarf hjálp og Kerkez hefur verið frábær fyrir Bournemouth," sagði Carragher.
„Ég held að Liverpool sé að leita að einhverjum í þessari stöðu og Richard Hughes, maðurinn sem fékk hann til Bournemouth, er núna að vinna fyrir Liverpool."
Talið er að Bournemouth vilji fá að minnsta kosti 40 milljónir punda fyrir Kerkez.
Athugasemdir