Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   þri 17. desember 2024 18:43
Ívan Guðjón Baldursson
Vinícius Junior leikmaður ársins hjá FIFA
Carlo Ancelotti besti þjálfarinn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
The Best verðlaunaafhendingu FIFA var að ljúka. Þar var kantmaðurinn knái Vinícius Junior valinn besti fótboltamaður heims.

Vinícius er lykilmaður í ógnarsterku liði Real Madrid sem hann leiddi til Spánarmeistaratitils og Meistaradeildartitils á síðustu leiktíð.

Vinícius kom að 35 mörkum í 39 leikjum á síðustu leiktíð og er tölfræðin hans á nýrri leiktíð enn betri - þar sem hann hefur komið að 22 mörkum í 20 leikjum á fyrri hluta tímabilsins.

Vinícius er 24 ára gamall og á 37 landsleiki að baki fyrir Brasilíu, þar sem hann hefur tekið þátt í 10 mörkum.

Þessi nafnbót er kærkomin fyrir Vinícius sem var afar vonsvikinn með að hljóta ekki Ballon d'Or verðlaunin í haust.

Carlo Ancelotti var þá valinn sem þjálfari ársins hjá FIFA fyrir að stýra Real Madrid til glæsilegrar tvennu.

Ancelotti var einnig valinn sem besti þjálfarinn á Ballon d'Or verðlaunaafhendingunni en mætti ekki á svæðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner