Spænski táningurinn Lamine Yamal meiddist aftur á ökkla í óvæntu 0-1 tapi Barcelona á heimavelli gegn Leganés um helgina.
Búist er við að meiðslin muni halda Yamal frá keppni í þrjár til fjórar vikur og verður kantmaðurinn knái því ekki með fyrr en um miðjan janúar.
Hann missir því af mikilvægum slag gegn Atlético Madrid í næstu viku og gæti einnig misst af leikjum gegn Athletic Bilbao og Getafe í janúar.
Hinn 17 ára gamli Yamal hefur hrifið fótboltaheiminn á undanförnu ári og er kominn með 5 mörk og 9 stoðsendingar í 16 deildarleikjum það sem af er tímabils. Ótrúleg tölfræði fyrir svo ungan dreng.
Athugasemdir