Rashford, Salah, Trent, Theo Hernandez, Wirtz, Benzema, Neuer og aðrir góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 17. desember 2024 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Yamal segir að Cubarsí geti orðið næsti Gulldrengur
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Spænski kantmaðurinn Lamine Yamal var í gær valinn sem Gulldrengur Evrópu 2024 eftir að hafa átt magnað ár með Barcelona og spænska landsliðinu.

Yamal var mjög ánægður með nafnbótina og var svo spurður hver markmið næstu ára séu.

„Ég vil vinna HM, Meistaradeildina og tvær La Liga í viðbót áður en ég verð 21 árs gamall," svaraði Yamal, sem er 17 ára og hefur fjögur ár til að afreka þetta.

„Ef ég vinn Meistaradeildina þá eykur það líkurnar mínar á að vinna Gullknöttinn!"

En hver verður valinn sem Gulldrengur Evrópu á næsta ári?

„Pau Cubarsí er einn af fimm bestu miðvörðum í heimi. Hann getur verið valinn sem Gulldrengurinn á næsta ári. Hann er ótrúlega gæðamikill varnarmaður og hefur verið að spila virkilega vel á tímabilinu."

Yamal hefur komið að 18 mörkum í 21 leik með Barcelona í öllum keppnum það sem af er tímabils. Cubarsí er einnig fastamaður í byrjunarliðinu og hefur verið að spila vel í hjarta varnarinnar.

Cubarsí og Yamal eru báðir fæddir árið 2007, Cubarsí i janúar en Yamal í júlí.

Cubarsí á 5 A-landsleiki að baki fyrir Spán á meðan Yamal hefur spilað 17 landsleiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner