Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Enski boltinn - Þetta er búið
Enski boltinn - Svo gott sem komið hjá Liverpool
Tveggja Turna Tal - Eiður Ben Eiríksson
Hugarburðarbolti GW 26 Liverpool er langbesta lið deildarinnar !
Útvarpsþátturinn - Gylfaginning og ársþingið
Ótímabæra spáin fyrir Bestu deild kvenna
Hugarburðarbolti GW 25 Er kominn nýr egypskur prins í úrvalsdeildina ?
Og allt í einu er Gylfi kominn í Víking
Enski boltinn - Er botninum náð?
Tveggja Turna Tal - Guðjón Pétur Lýðsson
Útvarpsþátturinn - Sögulegur sigur, Siggi Raggi og ungir leikmenn
Enski boltinn - Sá síðasti í Guttagarði, töfrar í bikar og vesen á City
Tveggja Turna Tal - Finnur Orri Margeirsson
Útvarpsþátturinn - Heima í Helsinki og ótímabær Lengjuspá
Fótbolta nördinn - Undirbúningstímabil: Trivíaleikarnir
Hugarburðarbolti GW 24 Arsenal slátraði meisturum Man City 5-1!
Enski boltinn - Stay humble, janúarglugginn og Luka pælingar
Tveggja Turna Tal - Ómar Ingi Guðmundsson
Útvarpsþátturinn - Ótímabæra spáin þegar það eru tveir mánuðir í Bestu
Hugarburðarbolti GW 23 Er Hjálmar Örn farinn að þjálfa Tottenham?
   lau 18. janúar 2014 16:15
Elvar Geir Magnússon
Upptaka - Jóhann Laxdal: Pressa á hina mánuðina
Jóhann Laxdal á æfingu með íslenska landsliðinu en hann á einn A-landsleik að baki.
Jóhann Laxdal á æfingu með íslenska landsliðinu en hann á einn A-landsleik að baki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þegar þessi frétt kemur inn er íslenska landsliðið á leið til Abu Dhabi þar sem leikinn verður vináttuleikur gegn Svíþjóð á þriðjudag. Ekki er um opinberan landsleikjadag að ræða og hópurinn því skipaður leikmönnum sem spila hér á landi og í Skandinavíu.

Það var millilent á Heathrow flugvellinum í dag og náðist Jóhann Laxdal, leikmaður Stjörnunnar, í stutt spjall í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 í dag. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að ofan.

„Það verður geggjað að koma til Abu Dhabi, ég hef aldrei komið þangað. Leikmennirnir í hópnum ætla að nýta ferðina vel og reyna að sanna sig," segir Jóhann sem á dögunum var valinn íþróttamaður Garðabæjar fyrir árið 2013.

„Ég er mjög stoltur og hreykinn af því að hafa verið valinn. Það er mikið af góðu íþróttafólki hérna sem er að skara fram úr. Það er gaman að fá þessa viðurkenningu."

„Það er ekki leiðinleg byrjun á árinu að hafa verið valinn íþróttamaður Garðabæjar og fara svo til Abu Dhabi með landsliðinu, það er pressa á hina mánuðina að standa sig," segir Jóhann.

Leikurinn við Svíþjóð verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 16:00 á þriðjudag.
Athugasemdir
banner