Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fös 18. júlí 2014 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Ósvald Jarl Traustason (Fram)
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ósvald Jarl Traustason sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni en hann leikur með Fram í Pepsi-deildinni.

Ósvald Jarl er uppalinn í Breiðablik en skipti yfir í Fram í vetur. Hann lék sem lánsmaður með Leikni R. í 1.deildinni síðasta sumar.

Fullt nafn: Ósvald Jarl Traustason

Gælunafn sem þú þolir ekki: Hef stundum verið kallaður Svaldi eða Valdi. Mér finnst það ekkert spes

Aldur: 18 ára

Giftur/sambúð: Hvorugt

Börn: Það er eitthvað lítið um þau eins og staðan er í dag. Fjöldaframleiðslan hefst svo innan nokkurra ára

Kvöldmatur í gær: Lasagna

Uppáhalds matsölustaður: Austur-Indíafjelagið

Hvernig bíl áttu: Lítill, krúttlegur Volkswagen Polo. Þessir bílar næstum því framleiða eldsneyti!

Besti sjónvarpsþáttur: The Office, 24, the Middle og svo dettur maður stundum í Keeping Up With the Kardashians...

Uppáhalds hljómsveit: Red Hot Chili Peppers

Uppáhalds skemmtistaður: Erfið spurning

Frægasti vinur þinn á Facebook: Alfreð Finnbogason

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: "Daði (Daði Bergsson) heldur að hann líti út eins og Ragnar (aðalgaurinn í Vikings) með þetta skegg sitt hahahahha" -Adam Örn Arnarson

Hefurðu tekið dýfu innan teigs:

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei að segja aldrei

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Max Meyer eða Anthony Martial

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Pass

Sætasti sigurinn: Ætli það hafi ekki verið þegar U17 ára landsliðið vann Norðurlandamótið á Akureyri 2011, það var vel geggjað!

Mestu vonbrigðin: Að hafa ekki unnið Íslandsmótið í 2.fl 2012, það var mikil skita

Uppáhalds lið í enska: Arsenal

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ég myndi velja Þorstein Má Ragnarsson

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Að breyta starfsemi aganefndarinnar. Ef þú ert kominn með 4 gul spjöld þá er það bara bann í næsta leik, ekki flókið. Alveg fáránlegt að einhver nefnd þurfi alltaf að koma saman á þriðjudegi og að bannið taki svo gildi föstudaginn í sömu viku eða eitthvað álíka.

Efnilegasti knattspyrnumaður landsins: Adam Örn Arnarson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni: Tvíburarnir Alexander Már og Indriði Áki

Fallegasta knattspyrnukonan: Jóna Kristín Hauksdóttir

Besti íþróttalýsandinn: Guðmundur Benediktsson

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Ingiberg Ólafur Jónsson, hann er vél

Uppáhalds staður á Íslandi: Kópavogur

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég var sem sagt að spila í Reykjavíkurmótinu fyrr í vetur og það er innkast. Ég er að dekka kantmanninn í hinu liðinu og hann er svona létt að traðka á ristinni á mér þegar hann bakkar og býður sig. Ég segi "What are you doing man" og hann svarar til baka "Welcome to the big boys league". Vel kjánalegt haha

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Fyrsti leikurinn var með Breiðablik í .net mótinu árið 2012 en fyrsti alvöru mótsleikurinn var núna í sumar með Fram gegn KR í Meistarar Meistaranna

Besta við að æfa fótbolta: Að fagna inn í klefa eftir sigurleik

Hvenær vaknarðu á daginn: Ég vakna yfirleitt klukkan svona 07:30 til þess að fara í vinnu klukkan 08:00

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Körfubolti og golf eru frábærar íþróttir!

Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik: Bikarleik hjá Breiðablik

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Magista eða CTR

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Stærðfræði

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég og liðsfélagi minn vorum í 3.fl að spila gegn Þór fórum við í keppni innbyrðis í miðjum leiknum hver myndi skora fleiri mörk. Þegar þessi ákveðni liðsfélagi minn skoraði í lokin fagnaði ég ekki með honum og liðinu af því að þetta var markið sem gerði útslagið, þ.e. hann vann þessa keppni. Úlli Hinriks tók okkur síðan á teppið eftir leikinn ef ég man rétt!

Skilaboð til Lars Lagerback: Ögmundur Kristinsson í starting takk.

Viltu opinbera leyndarmál að lokum: Nei takk


Athugasemdir
banner
banner
banner