Tómas Þór Þórðarson, ristjóri enska boltans á Síminn Sport, fór mjög vel af stað í spá Fótbolta.net fyrir leiki í ensku úrvalsdeildinni því hann var með sex rétt úrslit í fyrstu umferð deildarinnar.
Jón Kári Eldon, einn harðasti stuðningsmaður Arsenal á landinu, fékk það verkefni að spá í aðra umferð deildarinnar. Neðst í fréttinni er hægt að hlusta á Arsenal hlaðvarp með Jóni Kára og Gunnari Birgissyni sem var tekið upp fyrir tímabilið.
Jón Kári Eldon, einn harðasti stuðningsmaður Arsenal á landinu, fékk það verkefni að spá í aðra umferð deildarinnar. Neðst í fréttinni er hægt að hlusta á Arsenal hlaðvarp með Jóni Kára og Gunnari Birgissyni sem var tekið upp fyrir tímabilið.
Nottingham Forest 0 - 0 Sheffield United (18:45 í kvöld)
Úff alvöru leiðinlegur leikur til að byrja GW2 og hann mun standa undir nafni.
Luton 1 - 3 Burnley (leikur sem fer fram síðar)
Kompany hlýtur að setja Ice Berg í startið. Þægilegur 1-3 sigur Burnley manna.
Fulham 2 - 1 Brentford (14:00 á morgun)
Þetta verður sterkur heimasigur Fulham manna. Adama Traoré verður vel olíuborinn og illviðráðanlegur.
Liverpool 4 - 1 Bournemouth (14:00 á morgun)
Salah er reiður og hann verður með sýningu. Hann mun setja þrjú og leggja upp eitt. Tekur eflaust gott suss á Klopp þarna í boðvangnum. Það er náttúrulega vitað mál að Klopp er búinn að missa klefann en klefinn styður Salah. Erfitt ástand þarna í Liverpool.
Wolves 2 - 0 Brighton (14:00 á morgun)
Úlfarnir sýna að frammistaðan í Leikhúsi Fáranleikans var engin tilviljun. Þeir munu vinna þetta over hyped Brighton lið.
Tottenham 2 - 1 Man Utd (16:30 á morgun)
Þarna mætast tvö mjög leiðinleg lið á niðurleið. Þetta verður hins vegar 2-1 heimasigur. Onana fær rautt, fyrir hvað verður að koma í ljós.
Man City 1 - 3 Newcastle (19:00 á morgun)
Þetta er leikurinn sem þessi City bóla mun springa. Newcastle mun vinna þennan leik sannfærandi 1-3. Pep hlýtur að segja af sér eftir þennan leik.
Aston Villa 3 - 0 Everton (13:00 á sunnudag)
Good Ebening.
West Ham 2 - 2 Chelsea (15:30 á sunnudag)
Enn einn leikurinn sem Mudryk verður ítrekað að hlaupa með boltann út af. Sá gæi er ekkert eðlilega lélegur.
Crystal Palace 1 - 4 Arsenal (19:00 á mánudag)
Tíminn mun nema staðar en aðeins um stund. Vá. Selhurst Park under the lights á mánudagskvöldi. Martin Ødegaard mun sýna af hverju hann er besti miðjumaðurinn í þessari deild, mun skora tvö og leggja upp tvö.
Fyrri spámenn:
Tómas Þór Þórðarson (6 réttir)
Athugasemdir