Þessir eru á óskalista Man Utd - Tilboði Arsenal í Calafiori hafnað - Barcelona vill Olmo
banner
   fös 18. ágúst 2023 16:25
Elvar Geir Magnússon
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samningi Óla Kristjáns sagt upp - „Tengist ekki ágreiningi við einn eða neinn“
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikil umræða og háværar sögusagnir hafa verið í gangi um ólgu bak við tjöldin hjá Breiðabliki. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur verið mikið ósætti um ýmsar ákvarðanatökur varðandi meistaraflokk karla hjá félaginu.

Talað hefur verið um að samstarf Ólafs Kristjánssonar yfirmanns fótboltamála og Óskars Hrafns Þorvaldssonar þjálfara Breiðabliks hafi ekki gengið vel í sumar og menn alls ekki dansað í takt.

Þegar Óskar hefur til dæmis verið spurður út í leikmannamál félagsins hefur hann talað um að það sé ekki í sinni starfslýsingu, aðrir þurfi að svara fyrir þau mál.

Það eru að eiga sér stað breytingar bak við tjöldin í Kópavoginum og Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, segir að verið sé að endurhugsa skipulag félagsins. Hann staðfesti að búið væri að segja upp núverandi samningi við Ólaf.

Ólafur muni hinsvegar áfram starfa fyrir félagið á þriggja mánaða uppsagnarfresti og í haust verði skipulagið endurhugsað. Flosi segir þó að þessi ákvörðin „tengist ekki ágreiningi við einn eða neinn“ heldur sé verið að endurskipuleggja starfið til að gera félagið betra.

Ekki náðist í Ólaf Kristjánsson við vinnslu fréttarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner