Guardiola áfram hjá Man City - Man Utd vill fá Goretzka - Davies til Real Madrid?
banner
   lau 16. nóvember 2024 12:12
Brynjar Ingi Erluson
Alblóðugur eftir að hafa fengið bjórdós í höfuðið
Mynd: Getty Images
Mexíkóski þjálfarinn Javier Aguirre yfirgaf Estadio General Francisco Morazán leikvanginn í Hondúras alblóðugur eftir að hafa fengið bjórdós í höfuðið í nótt.

Aguirre var ráðinn þjálfari mexíkóska landsliðsins í sumar en það var í þriðja sinn á ferlinum sem hann var ráðinn í starfið.

Landsliðið tapaði fyrir Hondúras, 2-0, í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Þjóðadeildar CONCACAF í nótt og létu stuðningsmenn óánægju sína í ljós með því að kasta bjórdósum og öðrum hlutum inn á völlinn.

Ein bjórdósin hæfði Aguirre sem sýndi þó engin viðbrögð. Hann labbaði upp að þjálfara Hondúras og þakkaði fyrir leikinn, en það fór að blæða úr höfði hans í kjölfarið.

Aguirre er greinilega öllu vanur og gerði lítið úr atvikinu þegar vallarstarfsmenn og aðrir komu honum til aðstoðar.

Þjóðirnar eigast aftur við á miðvikudaginn en sigurvegarinn mun fara áfram í undanúrslit Þjóðadeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner