Guardiola áfram hjá Man City - Man Utd vill fá Goretzka - Davies til Real Madrid?
   lau 16. nóvember 2024 18:03
Ívan Guðjón Baldursson
Konsa tíundi sem dregur sig úr enska hópnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lee Carsley bráðabirgðaþjálfari enska landsliðsins er búinn að staðfesta að Ezri Konsa hefur dregið sig úr landsliðshópnum vegna meiðsla.

Varnarmaðurinn Konsa er því tíundi leikmaðurinn sem dregur sig úr landsliðshópinum og mun ekki taka þátt í heimaleik gegn Írlandi á morgun.

Englendingar geta tryggt sér toppsæti riðilsins með sigri, sem veitir þátttökurétt í efstu deild á næstu leiktíð.

Konsa spilaði fyrri hálfleikinn í 0-3 sigri Englands í Grikklandi á dögunum en fór meiddur af velli í leikhlé. Lewis Hall, ungur bakvörður Newcastle, kom inn af bekknum í hans stað. Jarell Quansah og Taylor Harwood-Bellis voru skildir eftir á bekknum.

Konsa snýr því aftur til Aston Villa þar sem hann er mikilvægur hlekkur í byrjunarliðinu.

„Við ætlum ekki að taka neinar áhættur með heilsu leikmanna. Þeir sem eru eftir með hópnum eru allir í góðu standi."
Athugasemdir
banner
banner
banner