Klukkan 17 hefst leikur Svartfjallalands og Íslands í Þjóðadeildinni en hann verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Age Hareide hefur opinberað byrjunarliðið fyrir leikinn.
Aron Einar Gunnarsson er með fyrirliðabandið í hjarta varnarinnar. Arnór Ingvi Traustason er meðal byrjunarliðsmanna en Willum Þór Willumsson er á bekknum. Jóhann Berg Guðmundsson spilar á kantinum en fróður maður segir að það séu tvö ár síðan hann spilaði þar með landsliðinu síðast.
Age Hareide hefur opinberað byrjunarliðið fyrir leikinn.
Aron Einar Gunnarsson er með fyrirliðabandið í hjarta varnarinnar. Arnór Ingvi Traustason er meðal byrjunarliðsmanna en Willum Þór Willumsson er á bekknum. Jóhann Berg Guðmundsson spilar á kantinum en fróður maður segir að það séu tvö ár síðan hann spilaði þar með landsliðinu síðast.
Lestu um leikinn: Svartfjallaland 0 - 2 Ísland
Ef Ísland vinnur Svartfjallaland og Wales vinnur ekki Tyrkland á sama tíma þá verður leikur Wales og Íslands í Cardiff á þriðjudag úrslitaleikur um annað sæti riðilsins. Ef Ísland gerir jafntefli á laugardag og Wales tapar verður leikurinn á þriðjudag líka úrslitaleikur.
Landslið karla - Þjóðadeild
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Tyrkland | 4 | 3 | 1 | 0 | 8 - 3 | +5 | 10 |
2. Wales | 4 | 2 | 2 | 0 | 5 - 3 | +2 | 8 |
3. Ísland | 4 | 1 | 1 | 2 | 7 - 9 | -2 | 4 |
4. Svartfjallaland | 4 | 0 | 0 | 4 | 1 - 6 | -5 | 0 |
Athugasemdir