Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson þurfti að fara af velli vegna meiðsla á 19. mínútu gegn Svartfjallalandi. Hann fann fyrir meiðslum aftan í læri og verður því að öllum líkindum ekki með í leiknum gegn Wales á þriðjudag.
Aron hefur glímt við meiðsli í síðustu misseri, hefur alls ekki náð að spila mikið síðasta eina og hálfa árið.
„Þetta eru heldur betur vond tíðindi fyrir íslenska liðið," skrifaði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu frá leiknum.
Aron hefur glímt við meiðsli í síðustu misseri, hefur alls ekki náð að spila mikið síðasta eina og hálfa árið.
„Þetta eru heldur betur vond tíðindi fyrir íslenska liðið," skrifaði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu frá leiknum.
Lestu um leikinn: Svartfjallaland 0 - 2 Ísland
Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Plymouth, kom inn í hjarta varnarinnar í stað Arons. Guðlaugur er að spila sinn 46. landsleik á ferlinum. Jóhann Berg Guðmundsson tók við fyrirliðabandinu af Aroni.
Athugasemdir